Vatnslögn til Eyja, námuverkamönnum bjargað, konur í hlutastörfum
Blendnar tilfinningar eru meðal Vestmannaeyinga vegna hættuástands sem lýst hefur verið yfir eftir að ljóst varð að eina vatnslögnin til Eyja er alvarlega skemmd. Eyjamenn gera nú áætlanir, til að vera við öllu búnir.
Rúmlega 40 indverskum námuverkamönnum var í dag bjargað úr prísund sinni í námu sem féll saman fyrir 17 dögum.
Einn þriðji hluti kvenna á Íslandi er í hlutastarfi til þess að geta samræmt betur vinnu og heimilislíf, samkvæmt niðurstöðum nýrrar könnunar.
Baltasar Kormákur ætlar að framleiða og leikstýra þáttaröð um Vilhjálm sigursæla og Harald annan Englandskonung í samvinnu við bandarísku sjónvarpsstöðina CBS. Þættirnir verða teknir upp hér.