27. nóvember 2023
Lögregla er uggandi vegna mikils hnífaburðar, hún jók viðbúnað eftir skotárás í Úlfarsárdal í byrjun mánaðar og er svo enn.
Vopnahlé á Gaza var síðdegis framlengt um tvo daga.
Tæknifyrirtækið Controllant hefur sagt upp áttatíu starfsmönnum. Verkefnum hjá fyrirtækinu hefur fækkað eftir Covid.
Þingmaður Pírata, hefur beðist afsökunar á framgöngu sinni á skemmtistaðnum Kíkí í miðborg Reykjavíkur um helgina.
Á hverju ári berast um þrjár til fjórar frásagnir af þvinguðum ófrjósemisaðgerðum fatlaðra kvenna segir Eiríkur Smith réttargæslumaður fatlaðra.
Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri í Bolungarvík telur að öryggistilfinning bæjarbúa hafi ekki rofnað við þjófnað í bænum fyrr í mánuðinum. Rannsókn lögreglunnar er í fullum gangi.
Ferðir fjölskyldu framkvæmdastjóra íslensks fyrirtækis á Evrópumótið í Frakklandi 2016 eru ekki frádráttarbærar frá skatti. Yfirskattanefnd hafnar því að ferðirnar hafi verið hluti af markaðsstarfi fyrirtækisins.
Færeyski hesturinn er náskyldur þeim íslenska en eilítið smávaxnari - og stofninn er að hverfa. Innan við eitt hundrað færeysk hross eru lifandi í dag, og eru þá geldhross meðtalin. Jona Olavsdóttir, formaður félagsins Føroysk ross segir allt stefna í að stofninn deyi út og krefur landstjórnina um skjótar aðgerðir.
Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon. Stjórn útsendingar: Valgerður Þorsteinsdóttir.