Morgunútvarpið

30. ágúst

Óðinn Svan Óðinsson, íþróttafréttamaður, verður á línunni frá París í upphafi þáttar þar sem Ólympíumót fatlaðra er í fullum gangi.

Verð á matvöru lækkaði í fyrsta sinn í þrjú ár hér á landi í síðasta mánuði. Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,09% á milli mánaða í ágúst, samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofu Ísland og ársverðbólga lækkaði því úr 6,3% í 6,0%. Getur ein matvöruverslun haft svo mikil áhrif á stöðuna á okkar litla landi? Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur Íslandsdbanka kemur til okkar í spjall um málið.

Einn þekktasti rithöfundur heims, Salman Rushdie, er væntanlegur til landsins í næsta mánuði til veita Alþjóðlegu bókmenntaverðlaunum Halldórs Laxness viðtöku. Í rökstuðningi nefndarinnar kemur fram Rushdie hafi orðið táknmynd hugrekkis og óbeygjanlegs vilja eftir hafa haldið áfram skrifa bækur þrátt fyrir dauðadóm af hendi klerkastjórnarinnar í Íran og banatilræði á sviði fyrir tveimur árum. Við ræðum við Halldór Guðmundsson, rithöfund og útgefanda, sem gaf út bók hans Söngva Satans á íslensku á sínum tíma og tekur mun leiða samræður við Rushdie eftir afhendingu verðlaunanna.

Við höldum síðan áfram ræða stöðu stjórnmálaflokkanna, skoðanakannanir og þingveturinn framundan þegar Gunnar Smári Egilsson, sem situr í framkvæmdastjórn Sósíalistaflokksins, og Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, setjast hjá okkur.

Við förum yfir vikuna í fréttum með fjölmiðlafólkinu Andreu Sigurðardóttur og Sigmundi Erni Rúnarssyni.

Frumflutt

30. ágúst 2024

Aðgengilegt til

30. ágúst 2025
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Þættir

,