Hvað hefur verið gert við þær upplýsingar sem fengust í Íslensku æskulýðsannsókninni í fyrra að um þriðjungur barna af erlendum uppruna telur sig ekki tilheyra í skólakerfinu? Við ræðum stöðu barna með erlendan bakgrunn í skólakerfinu við Söru Björg Sigurðardóttur, formann íbúaráðs Breiðholts og varafulltrúi í skóla- og frístundaráði.
Marine Le Pen, forsetaefni þjóðfylkingarinnar í Frakklandi, mætti í síðustu viku fyrir rétt ásamt fleiri leiðtogum flokksins vegna ásakana um að hafa beitt blekkingum til að fá fjárveitingar frá Evrópuþinginu.Torfi Tulinius, prófessor við Háskóla Íslands og sérfræðingur í málefnum Frakklands, ræðir við okkur um þetta mál.
Tillaga að ályktun um að ríkisstjórnarsamstarfið sé að nálgast leiðarlok var samþykkt á landsfundi Vinstri grænna fyrir skömmu. Í ályktuninni segir meðal annars að ganga verði til kosninga næsta vor. Hvað finnst öðrum samstarfsflokki Vinstri grænna, Framsóknarflokknum um málið? Við ræðum það við Ingibjörgu Isaksen, þingflokksformann framsóknar.
Magnea Marinósdóttir, alþjóðastjórnmálafræðingur, ræðir við okkur um stöðuna fyrir botni Miðjarðarhafs.
Einar Örn Jónsson fer með okkur yfir íþróttir helgarinnar.
Ólafur Þ. Harðarson, prófessor emeritus við Háskóla Íslands, verður gestur okkar í lok þáttar þegar við ræðum landsfund Vinstri grænna og nýjustu skoðanakannanir.