Morgunútvarpið

10. Desember -Þunglyndar inniplöntur, Eurovision og stafrænt ofbeldi

Þjást plönturnar þínar af skammdegisþunglyndi? Það er þrautinni þyngra halda inniplöntum líflegum á þessum dimmustu dögum vetrarins. Hvað skal gera? Guðríður Helgadóttir garðyrkjufræðingur gaf okkur sín bestu ráð.

Forseti Alþingis, Þórunn Sveinbjarnardóttir, bað þingið í gær afsökunar á því hafa sagt „Ég er komin með nóg. Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk,“ á leið úr stól forseta á föstudaginn. Nokkuð ljóst er stemmningin á þinginu var orðin súr. Ef Unnur Ýr Konráðsdóttir væri mannauðsstjóri Alþingis, hvernig myndi hún tækla andann? Hún kom til okkar.

Í síðustu viku var ljóst Ísrael fær taka þátt í Eurovision-keppninni í Austurríki á næsta ári. Þegar það var ljóst tilkynntu Belgía, Holland, Írland, Spánn og Slóvenía þau myndu ekki taka þátt óbreyttu. Í dag tekur stjórn RÚV til umfjöllunar hvort Ísland verði á meðal þátttakenda í keppninni en stjórnin samþykkti í síðustu viku beina þeim tilmælum til stjórnar Sambands evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU, vísa Ísrael úr keppninni næsta vor. En hvað nú? Hver er framtíð keppninnar í augum aðdáenda hennar? Viktor Orri Valgarðsson, stjórnmálafræðingur og Eurovision-aðdáandi, kíkti í spjall.

Stafrænt ofbeldi hefur opnað gerendum áður óþekktar leiðir til áreita, stjórna og þagga niður í konum. Þetta kemur fram í pistli sem Guðný S. Bjarnadóttir birti á Vísi í gær undir fyrirsögninni ger­endur frípassa í of­beldis­málum. Í pistlinum sagði hún meirihluti íslenskra kvenna sem verði fyrir stafrænu ofbeldi tilkynni það ekki vegna vantrausts á kerfinu. Guðný kom í Morgunútvarpið og fór yfir stöðuna.

Frumflutt

10. des. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjónarmenn eru Hafdís Helga Helgadóttir og Atli Fannar Bjarkason.

Þættir

,