Morgunútvarpið

23. janúar - MAST, Sahel og Girma

Hrönn Ólína Jörundsdóttir, forstjóri MAST, ræðir áherslur í eftirliti í kjölfar STEC sýkingar.

Samúel Karl Ólason, erlendur fréttamaður á Vísi, Stöð 2 og Bylgjunni, ræðir við okkur um mikla óreiðu sem ríkir á Sahel-svæðinu í Afríku um þessar mundir.

Guðrún Aspelund, sóttvarnalæknir og starfandi landlæknir, ræðir við okkur. Meðal annars um ákvörðun Donalds Trump um draga Bandaríkin úr Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni og áhrif þess hér á landi.

Í kjölfar af innsetningarathöfn Trumps var klæðnaður kvennana í hans líf krufinn og leitað tilvísunum og undirliggjandi skilaboðum. Við getum oft sagt meira með klæðnaði en þúsund orðum og það veit Helga I Stefánsdóttir búningameistari. Hún kemur til okkar.

Englandsmeistarar Chelsea eru við það festa kaup á Naomi Girma fyrir meira en eina milljón Bandaríkjadala sem myndi gera hana dýrustu knattspyrnukonu sögunnar. Við ræðum þessi tíðindi og setjum í samhengi með Jóhanni Páli Ástvaldssyni, íþróttafréttamanni og mannfræðingi.

Frumflutt

23. jan. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.

Þættir

,