Morgunútvarpið

22. apríl - Málshættir, bikarinn og heimurinn syrgir páfa

Frans páfi lést í gær og heimsbyggðin hefur minnst hans síðan. Ingó Árnason, leikstjóri og leiðsögumaður sem er búsettur í Róm, verður á línunni í upphafi þáttar og segir okkur frá áhrifum á samfélagið þar.

Guðríður Helgadóttir garðyrkjufræðingur hjá Garðyrkjuskólans Reykjum kíkir til okkar í spjall um einstaklega hlýtt vor, sumardaginn fyrsta og stöðu skólans.

Jóhann Páll Ástvaldsson, íþróttafréttamaður, verður gestur okkar fyrir átta fréttir þegar við ræðum óvænt úrslit í íslensku bikarkeppninni í fótbolta og rýnum í söguna.

Við ræðum málshætti og fleira við Eirík Rögnvaldsson prófessor emeritus.

Guðmundur Jóhannsson, tæknispekúlant Morgunútvarpsins, fer yfir fréttir úr heimi tækninnar.

Adriana Karólína Pétursdóttir, formaður Mannauðs, félags mannauðsfólks á Íslandi, verður gestur okkar í lok þáttar þegar við ræðum vinnuframlag og stemningu á vinnustöðum í vikum þar sem mikið er um frídaga.

Frumflutt

22. apríl 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjónarmenn eru Hafdís Helga Helgadóttir og Atli Fannar Bjarkason.

Þættir

,