Morgunútvarpið

21. jan - HM í handbolta, gervigreind og jöklar

Þorsteinn Þórólfs, sem er í stuðningssveit íslenska handboltalandsliðsins, verður á línunni frá Króatíu þar sem stemningin er mikil eftir góðan sigur á Slóvenum í gær.

Sameinuðu þjóðirnar hafa helgað árinu 2025 jöklum á hverfanda hveli. Frá aldamótum hafa um 70 litlir jöklar á Íslandi horfið. Eftir eru einungis leifar sem hættar eru skríða undan eigin þunga. Það er fyrirséð fleiri jöklar muni hverfa á næstu áratugum og hefur Hofsjökull eystri verið tilnefndur á alþjóðlegan lista yfir jökla sem eru horfnir eða eiga stutt eftir. Hvað gerir til þó jöklarnir bráðni? Hrafnhildur Hannesdóttir jöklafræðingur ræðir málið við okkur.

Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðinur Íslandsbanka, ræðir við okkur um íslensku krónuna og gjaldeyrismarkaðinn í ljósi vendinga vestanhafs og viðskipta hér heima.

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 á sunnudag var fjallað um áhrifavalda sem þéna mikið á samfélagsmiðlum en eru þó ekki til, heldur alfarið skapaðir af gervigreind. Við ræðum þessa tækni og gervigreind á nýju ári við Hafstein Einarsson, dósent við verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands og sérfræðing í gervigreind.

Sævar Helgi Bragason, vísindasérfræðingur Morgunútvarpsins, kemur í sitt hálfsmánaðarlega spjall.

Jón Björn Hákonarson, verkefnastjóri almannavarna á Austurlandi gefur okkur stöðuna í lok þáttar.

Frumflutt

21. jan. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.

Þættir

,