ok

Morgunútvarpið

21. mars -Afsögn ráðherra og Gaza

Henry Alexander Henryson, siðfræðingur, verður gestur okkar í upphafi þáttar þegar við ræðum mál Ásthildar Lóu.

Þuríður B. Ægisdóttir, formaður Ökukennarafélags Íslands, ræðir við okkur um umræðu á Alþingi um meinta forræðishyggju þegar kemur að því að eldra fólk endurnýi ökuskírteini sín.

Magnús Magnússon, stjórnarmaður í félaginu Ísland-Palestína kemur til okkar. Boðað hefur verið til mótmæla fyrir utan fund ríkisstjórnar í dag.

María Rut Kristinsdóttir, þingmaður Viðreisnar, og Snorri Másson, þingmaður Miðflokksins, verða gestir okkar eftir átta fréttir.

Sigurður Pétursson, sagnfræðingur, ræðir við okkur um afsögn ráðherra og setur í sögulegt samhengi.

Við förum síðan yfir fréttir vikunnar í lok þáttar eins og alltaf á föstudögum, í þetta skiptið með Andreu Sigurðardóttur, blaðamanni og Kristjáni Inga Mikaelssyni, framkvæmdastjóra.

Frumflutt

21. mars 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.

Þættir

,