Henry Alexander Henryson, siðfræðingur, verður gestur okkar í upphafi þáttar þegar við ræðum mál Ásthildar Lóu.
Þuríður B. Ægisdóttir, formaður Ökukennarafélags Íslands, ræðir við okkur um umræðu á Alþingi um meinta forræðishyggju þegar kemur að því að eldra fólk endurnýi ökuskírteini sín.
Magnús Magnússon, stjórnarmaður í félaginu Ísland-Palestína kemur til okkar. Boðað hefur verið til mótmæla fyrir utan fund ríkisstjórnar í dag.
María Rut Kristinsdóttir, þingmaður Viðreisnar, og Snorri Másson, þingmaður Miðflokksins, verða gestir okkar eftir átta fréttir.
Sigurður Pétursson, sagnfræðingur, ræðir við okkur um afsögn ráðherra og setur í sögulegt samhengi.
Við förum síðan yfir fréttir vikunnar í lok þáttar eins og alltaf á föstudögum, í þetta skiptið með Andreu Sigurðardóttur, blaðamanni og Kristjáni Inga Mikaelssyni, framkvæmdastjóra.