Morgunútvarpið

24. jan. -Hverjir fá störfin?, Óskarsverðlaunin, fréttir vikunnar o.fl..

Þorsteinn Þórólfs, okkar maður í Sérveitinni, stuðningssveit íslensku handboltalandsliðanna, verður á línunni í upphafi leikdags.

Er hið opinbera alltaf ráða hæfasta starfsfólkið til sín eða eru önnur atriði sem stýra því frekar hverjir störfin? Þetta ætlar mannauðsfólk ræða sín á milli á ráðstefnu í dag. Thelma Kristín Kvaran sérfræðingur í ráðningum og eigandi Intellecta og Hildur Ösp Gylfadóttir framkvæmdastjóri mannauðs á heilbrigðisstofnun Norðurlands líta við hjá okkur.

Við ræðum stöðuna á kjaraviðræðum kennara við Ingu Rún Ólafsdóttur. Hún er formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Oddur Ævar Gunnarsson, blaðamaður, ræðir tilnefningar til Óskarsverðlauna.

Við förum síðan yfir fréttir vikunnar með borgarfulltrúunum Líf Magneudóttur og Trausta Breiðfjörð.

Frumflutt

24. jan. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.

Þættir

,