Morgunútvarpið

17. feb - Skólamál, bankar og utanríkismál

Bergdís Ester Gísladóttir Jensen verður á línunni frá Færeyjum í upphafi þáttar en Færeyingar vígðu um helgina nýja þjóðarhöll fyrir innanhússíþróttir, sem þeir hafa boðið Íslendingum keppa í vegna aðstöðuleysi hér heima.

Gylfi Magnússon, prófessor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands og fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra, ræðir við okkur um vilja Arion banka til sameinast Íslandsbanka.

Átta evrópskir þjóðarleiðtogar, leiðtogar Evrópusambandsins og framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins mæta á skyndifund um öryggismál í Evrópu í París í dag. Er um ræða kaflaskil í sögu NATO? Davíð Stefánsson formaður Varðbergs ræðir málin við okkur.

Ásthildur Lóa Þórsdóttir, mennta- og barnamálaráðherra, verður gestur okkar eftir átta fréttir en á Alþingi í dag fer fram umræða um frumvarp hennar um samræmt námsmat í grunnskólum.

Við förum yfir íþróttir helgarinnar, venju samkvæmt

Mikið hefur verið rætt um ófrið í Breiðholtsskóla undanförnu. Birna Gunnlaugsdóttir trúnaðarmaður kennara í Breiðholti ræðir málið við okkur.

Frumflutt

17. feb. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjónarmenn eru Hafdís Helga Helgadóttir og Atli Fannar Bjarkason.

Þættir

,