Morgunútvarpið

19. feb - Strandveiðar, borgarmál og alþjóðamál

Eflaust eru einhver sem líta út um gluggann hjá sér og það síðasta sem þeim dettur í hug er ráðast í garðverkin. Hvaða verkefni er best ráðast í á þessum árstíma -áður en brumið birtist? Guðríður Helgadóttir garðyrkjufræðingur lítur við hjá okkur.

Björn Berg Gunnarsson verður með hálfsmánaðarlegt fjármálahorn.

Baldur Þórhallsson prófessor í stjórnmálafræði verður á línunni frá París.

Í gær fór fram sérstök umræða um strandveiðar og tekjur hins opinbera af sjávarútvegi á Alþingi. Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var málshefjandi og hann verður gestur okkar ásamt Lilju Rafney Magnúsdóttur, þingmanni Flokks fólksins.

Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni, og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar, ræða við okkur um stöðuna í borginni og meirihlutaviðræður.

Frumflutt

19. feb. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjónarmenn eru Hafdís Helga Helgadóttir og Atli Fannar Bjarkason.

Þættir

,