15. Desember -Áhrifavaldur fær áheyrn, rauð jól og næringarmýtur
Áhrifavaldurinn Camilla Rut birti á dögunum æðiskast á Tiktok þar sem hún ástandinu í þjóðfélaginu allt til foráttu. Daði bauð Camillu í kjölfarið á fund með sér í ráðuneytinu til að fara yfir málin og hún þáði boðið og sýndi að sjálfsögðu frá öllu saman á miðlum sínum. Við slóum á þráðinn til Camillu.
Hlýindi undanfarinna daga hafa ekki gert mikið fyrir þau sem vonast til að jólin verði hvít, þó snjókoma hér og þar um landið um helgina hafi gefið ákveðna von. En hvað segja kortin? Við heyrðum í Sigga Stormi og fengum hann til að rýna í veðurstöðvarnar.
Sævar Helgi Bragason, Stjörnu-Sævar kíkti til okkar.
Næringarfræðingar standa í ströngu þessa misserin við að leiðrétta hinar ýmsu mýtur sem ná flugi á samfélagsmiðlum. Dögg Guðmundsdóttir er klínískur næringarfræðingur og sagði okkur frá.
Það var nóg um að vera í íþróttunum um helgina. Einar Örn Jónsson íþróttafréttamaður leit við og sagði okkur allt af létta.
Frumflutt
15. des. 2025
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Morgunútvarpið
Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál.