Morgunútvarpið

17. jan - Brjóstaskimanir, XRP og HM í handbolta

Þátttaka kvenna í brjóstaskimun á síðasta ári var ekki nema 56%. Við ræðum brjóstaskimanir við Höllu Þorvaldsdóttur framkvæmdastjóra Krabbameinsfélagsins.

Kristján Ingi Mikaelsson, einn stofnenda Visku Digital Asset, ræðir við okkur um rafmyntamarkaðinn í ljósi stjórnmála í Bandaríkjunum og hækkana á rafmyntinni XRP.

Sonja Steinarsdóttir, sem er ein af þeim sem eru í forsvari fyrir Sérsveitina, stuðningssveit íslenska handboltalandsliðsins, ræðir leikinn í gær og stemninguna framundan.

Íslendingar virðast vera sólgnir í notaðar vörur en hingað til hefur ekki verið vitað hversu mikið magn er endurnotað á hverju ári. rannsókn sýnir endurnotkun á Íslandi var 19,93 kg/íbúa árið 2023. Bergdís Helga Bjarnadóttir, sérfræðingur teymi hringrásarhagkerfis hjá Umhverfisstofnun og Jóhannes Bjarki Urbancic Tómasson koma til okkar.

Við förum síðan yfir fréttir vikunnar, eins og alltaf á föstudögum, í þetta skiptið með Jakobi Bjarnar Grétarssyni, fjölmiðlamanni, og Karítas Ríkharðsdóttur, samskiptasérfræðing hjá Landsbankanum og fyrrverandi blaðamanni.

Frumflutt

17. jan. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.

Þættir

,