Morgunútvarpið

3. september

Er faraldur krossbandaslita ganga yfir íþróttaheiminn, eða er eitthvað annað í gangi? Vísindamenn við Háskóla Íslands hafa undanfarin misseri rannsakað hversu stórt vandamál krossbandaslit eru, hverjir eru líklegir til meiðast, hvernig, og hvað er hægt gera í málinu. Kristín Briem prófessor við Námsbraut í sjúkraþjálfun við Háskóla Íslands og Haraldur Björn Sigurðsson lektor við sömu námsbraut í líta við hjá okkur í byrjun þáttar.

Sævar Helgi Bragason tekur okkur með sér í ferðalag um heim vísindanna.

Við ætlum halda áfram ræða stöðu Sjálfstæðisflokksins í þætti dagsins, í þetta skiptið við Júlíus Viggó Ólafsson, formann Heimdallar, en ungir Sjálfstæðismenn hafa verið gagnrýnir á forystu flokksins.

Við ræðum stöðuna fyrir botni Miðjarðarhafs eftir átta fréttir við Magneu Marinósdóttur, alþjóðastjórnmálafræðing.

Það vakti mikil viðbrögð í Frakklandi þegar Anna Hidalgo, borgarstjóri Parísar, tilkynnti ákveðið hefði verið halda ólympíuhringjunum litríku á Eiffel-turninum til frambúðar. Hún segir meðal annars ekki veita af því litskreyta annars litlausan turninn. Hvað og hvað ekki þegar kemur sögufrægum byggingum? Pétur Ármannsson hjá Minjastofnun ræðir það við okkur.

Hræ mjaldursins Hvaldimir fannst fljótandi við suðurströnd Noregs á laugardaginn. Grunur leikur á Hvaldimir hafi verið rússneskur njósnari. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem við heyrum af njósnamjöldrum. Eru þeir sérþjálfaðir, hvernig þá og er mikið af njósnamjöldrum þarna úti? Eflaust erfitt svara því en við ræðum málið við Eddu Elísabet Magnúsdóttur sjávarlíffræðing.

Tónlist:

Teitur Magnússon - Nenni.

Paul Simon - Graceland.

XTC - Making Plans For Nigel.

Kusk & óviti - Elsku vinur.

Kings of convinience - Rocky Trail.

Arctic monkeys - Cornerstone.

Cat Stevens - Wild World.

Frumflutt

3. sept. 2024

Aðgengilegt til

3. sept. 2025
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Þættir

,