ok

Morgunútvarpið

15. okt. -Fjárlög, samfélagsmiðlar og kosningarnar framundan

Forsætisráðherra hefur talið eðlilegast að stefna að kosningum þann þrítugasta, til dæmis til að fá aukadaga til að klára fjárlög og fjárlagatengd mál. Við ræðum við Þórólf Matthíasson, prófessor emeritus í hagfræði, um þau mál og áhrif kosninga á þau.

Samfélagsmiðlar leika sífellt stærra hlutverk í kosningabaráttum og sumir segja að tik tok notkun teymis Höllu Tómasdóttur, forseta, hafi skipt miklu máli þegar kom að kjöri hennar. Við ætlum að ræða við Tryggva Frey Elínarson, sérfræðing í samfélagsmiðlum og stjórnanda hjá Datera, um samfélagsmiðla og kosningarnar framundan.

Miklar umræður sköpuðust í Silfri gærdagsins um starfstjórn og það fyrirkomulag sem gæti tekið við fram að kosningum. Ekki voru öll á eitt um hvað stæði til boða í þeim málum. Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur lítur við hjá okkur.

Finnbjörn A. Hermannsson, forseti ASÍ, verður gestur okkar eftir átta fréttir en nokkuð hefur verið rætt um áhrif stjórnarslita og kosninga á efnahagsmálin og stöðugleika.

Bogi Ágústsson, fréttamaður og sagnfræðingur, og Ólafur Þ. Harðarson, prófessor emeritus í stjórnmálafræði, verða hjá okkur eftir fréttayfirlitið hálf átta en þeir hafa auðvitað mikla reynslu þegar kemur að kosningaumfjöllun.

Frumflutt

15. okt. 2024

Aðgengilegt til

15. okt. 2025
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.

Þættir

,