Morgunútvarpið

16. sept - Yazan, samfélagið og svefn

Lögreglumenn sóttu Yazan Tamini, 11 ára gamlan fjölfatlaðan dreng, í Rjóðrið, hvíldarheimili fyrir langveik börn, í gærkvöldi og til stendur fljúga honum og fjölskyldu hans úr landi. Við ræðum við Albert Björn Lúðvíksson, lögmann Yazans.

Víða var ískalt um helgina þrátt fyrir á höfuðborgarsvæðinu hafi fólk fengið njóta veðurblíðu. Á þetta bendir Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur. Sumarið var allt einstaklega kalt. Er landið kólna á meðan heimurinn hitnar? Við ræðum við Einar í þættinum.

Viðar Halldórsson, prófessor í félagsfræði, verður gestur okkar eftir fréttayfirlitið hálf átta. Hann gaf nýverið út bók um samfélagið sem hann telur vera á slæmri vegferð og kallar eftir breytingum.

Þó við viljum líklegast öll sporna við uggandi þróun í loftslagsmálum hafa ýmis skref sem tekin hafa verið vakið meiri pirring en samstöðu hjá landanum. Pappírsrör og áfastir tappar svo eitthvað nefnt. hefur Umhverfisstofnun verið falið endurskoða stefnu stjórnvalda um úrgangsforvarnir og þau vilja landsmenn með sér í forgangsraða aðgerðum. Jóhannes Bjarki Urbancic Tómasson, sérfræðingur í teymi hringrásarhagkerfis segir okkur betur frá því.

Viðskiptablaðið fjallaði um það á dögunum rannsókn bendi til þess það sofa lengur um helgar geti hjálpað til við minnka hættu á hjartasjúkdómum. Við ætlum ræða þessa rannsókn og hugmyndir okkar um svefn við Ernu Sif Arnardóttur, lektor við Háskólann í Reykjavík og forstöðumann Svefnseturs.

Halldór Oddsson, lögfræðingur hjá ASÍ, verður gestur okkar í lok þáttar þegar við ræðum vangreidd laun í ljósi tíðinda síðustu daga.

Frumflutt

16. sept. 2024

Aðgengilegt til

16. sept. 2025
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Þættir

,