Við ræðum við Aldísi Rún Lárusdóttur sviðsstjóra forvarnasviðs Slökkviliðsins á Höfuðborgarsvæðinu um bruna og brunavarnir.
Í gær var greint frá því að skæð fuglainflúensa hefði greinst í mávi sem fannst við Reykjavíkurtjörn í byrjun mánaðar, en það er í fyrsta sinn á þessu ári sem sjúkdómurinn greinist í villtum fugli á höfuðborgarsvæðinu. Við ætlum að ræða þessi mál og smithættuna við Brigitte Brugger, sérgreinadýralækni hjá Matvælastofnun.
Embla María Möller Atladóttir forseti Síf -Sambands Íslenskra framhaldsskólanema kemur til okkar að ræða verkföll í framhaldsskólum.
Við höldum áfram að ræða við frambjóðendur þeirra flokka sem bjóða fram til Alþingis, í þetta skiptið Árna Helgason lögmann og fyrrum hlaðvarpsstjórnanda, sem skipar sjötta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi, og Fjölni Sæmundsson, formann Landsambands lögreglumanna, sem skipar sama sæti á lista Vinstri grænna í sama kjördæmi.
Guðmundur Jóhannsson, tæknispekúlant Morgunútvarpsins, kemur til okkar, eins og alltaf annan hvern þriðjudag.
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands kynnir stýrivaxtaákvörðun á morgun og við ætlum að rýna í möguleg áhrif með Snorra Jakobssyni, hagfræðingi hjá Jakobsson Capital, í lok þáttar.