Spænska tennisgoðsögnin Rafael Nadal lék sinn síðasta tennisleik í byrjun vikunnar. Nadal hefur markað djúp spor í íþróttasöguna og mun standa uppi sem einn besti tennisspilari hennar. Við ætlum að þessa ákvörðun hans, ferilinn og áhrifin við Andra Jónsson, landsliðsþjálfara karlalandsliðs Íslands í Tennis.
Tinna Isebarn, framkvæmdastjóri Landsambands ungmennafélaga, og Freyja Steingrímsdóttir, framkvæmdastjóri Blaðamannafélags Íslands, verða gestir okkar eftir fréttayfirlitið hálf átta þegar við ræðum kosningaþátttöku ungs fólks og verkefnið #Égkýs.
Sagt var frá því fyrr í vikunni að Veitur hafi fundið heitt vatn á Brimnesi á Kjalarnesi og á Geldinganesi. Það eru vinnslusvæði sem sjá höfuðborgarsvæðinu fyrir heitu vatni gæti því fjölgað úr sex í átta á næstu árum. Þráinn Friðriksson auðlindaleiðtogi hitaveitunnar hjá Veitum færir okkur í allan sannleikann um það.
Við höldum síðan áfram að ræða við frambjóðendur þeirra flokka sem bjóða fram til Alþingis, í þetta skiptið Jakob Frímann Magnússon, sem skipar annað sæti á lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður, og Hildi Þórðardóttur, sem skipar annað sætið á lista Lýðræðisflokksins í sama kjördæmi.
Fréttir vikunnar: Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, Vigdís Hasler fyrrverandi framkvæmdastjóri Bændasamtakanna koma til okkar.