Morgunútvarpið

2. okt - Stýrivextir, Grindavík og Líbanon

Erlingur Erlingsson, hernaðarsagnfræðingur, verður gestur okkar í upphafi þáttar þegar við ræðum áfram átökin fyrir botni Miðjarðarhafs.

Jónas Atli Gunnarsson, hagfræðingur hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, ræðir við okkur um nýjar tölur frá Hagstofu Evrópusambandsins um ungt fólk sem býr enn í foreldrahúsum.

Í gær var sagt frá skýrslu Vinnueftirlitsins um slysið sem varð í Grindavík þann 10. janúar. Þar segir áhættumat hafi ekki verið til staðar og spurt hvort verkefnið hafi verið áhættunnar virði. Við ræðum við Árna Þór Sigurðsson formann Grindavíkurnefndar um aðgengi og aðstæður í Grindavík.

Seðlabankinn tilkynnir stýrivaxtaákvörðun sína í dag, en þeir hafa verið óbreyttir í níu komma tuttugu og fimm prósentum í rúmt ár. Við ræðum ákvörðunina við Snorra Jakobsson, hagfræðing hjá Jakobsson Capital.

Við ætlum ræða það hvernig við metum það ómetanlega til fjár við Tinnu Laufey Ásgeirsdóttur, Prófessor í Hagfræði.

Frumflutt

2. okt. 2024

Aðgengilegt til

2. okt. 2025
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Þættir

,