ok

Morgunútvarpið

4. september

Viðar Jensson, verkefnisstjóri tóbaksvarna hjá embætti landlæknis, verður á línunni í upphafi þáttar. Við ætlum að ræða umdeildar hugmyndir Kiers Starmer, forsætisráðherra Bretlands, um að banna reykingar utandyra á lóðum fyrirtækja og opinberra stofnana.

Guðrún Karls Helgudóttir var vígð til biskups um helgina. Hún segist ætla að fara nýjar leiðir sem biskup en vill þó ekki breyta kirkjunni. Við ætlum að ræða þessar nýju leiðir og stöðu kirkjunnar við hana eftir fréttayfirlitið hálf átta.

Ríkisstjórn Nýja-Sjálands hefur ákveðið að þrefalda gjald sem ferðamenn þurfa að greiða við komu landsins, en það er gert til að tryggja að gestir leggi sitt af mörkum til opinberrar þjónustu og til að bregðast við auknum þrýstingi á innviði. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, ætlar að ræða viðhorf ferðaþjónustunnar til þessarar nálgunar.

Í það minnsta þrjú óhöpp hafa orðið í landeldisstöðvum á stuttum tíma. MAST sendi nú síðast frá sér tilkynningu um slysasleppingu sem varð í landeldisstöð á Kópaskeri í sumar með þeim afleiðingum að allt að 300 laxaseiði fóru í sjóinn. Í maí varð óhapp í fiskeldisstöð Samherja í Öxarfirði þegar hátt í fimm þúsund laxaseiði sluppu þegar flæddi upp úr keri og fyrr í þeim mánuði sluppu svo laxaseiði úr eldisstöð Arctic Smolt í Tálknafirði. Við spyrjum hvort vörnum sé ábótavant víða í landeldisstöðvum og hver munurinn er á því þegar lax sleppur úr landeldi og sjóeldi. Karl Steinar Óskarsson, deildarstjóri fiskeldis hjá MAST svarar þeim spurningum fyrir okkur.

Kristbjörg Þórisdóttir sérfræðingur í klínískri sálfræði spyr hvort löng og óásættanleg bið barna eftir nauðsynlegri geðheilbrigðisþjónustu hér á landi eigi stóran þátt í þeirri bylgju ofbeldis og vanlíðan sem við höfum rætt að undanförnu. Við fáum hana til okkar í lok þáttar.

Frumflutt

4. sept. 2024

Aðgengilegt til

4. sept. 2025
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.

Þættir

,