Morgunútvarpið

Væntingar Úkraínu til NATO fundar, Laugavegshlaupið, kíkt í Kistuna, Allt sem flýgur og Afturámóti í Háskólabíói.

Þriggja dag leiðtogafundur NATO sem haldinn er í Washington hófst í gær. Fundurinn er haldinn í skugga mannskæðra árása Rússa á Kænugarð í fyrradag. Á fundinum stendur til ræða stuðning við Úkraínu en hvaða væntingar hafa Úkraínumenn til fundarins? Við heyrðum í Óskari Hallgrímssyni ljósmyndara sem er búsettur í Úkraínu.

Á laugardaginn fer fram Laugavegshlaupið svokallaða en um er ræða 55 km utanvegahlaup. Um 600 keppendur frá fjölmörgum löndum hlaupa og áhuginn utan lands er mikill. Ragna Björg Kristjánsdóttir sem er viðburðastjóri Laugavegshlaupsins kom til okkar.

Við sögðum frá því fyrir um það bil sléttu ári síðan tólf þúsund segulböndum úr safni RÚV yrði siglt í raka- og hitastýrðum gámi til Belgíu til yfirfærslu á stafrænt form. Helga Lára Þorsteinsdóttir safnstjóri RÚV sagði frá þessu ferðalagi með hnút í maganum en hvernig miðar vinnunni nú, ári seinna? Hún leit við hjá okkur.

Katla Þórudóttir Njálsdóttir kom til okkar til segja okkur frá sviðslistahúsinu Afturámóti sem rekið er í Háskólabíói.

Við heyrðum í Matthíasi Sveinbjörnssyni, forseta Flugmálafélags Íslands um flughátíðina Allt sem flýgur.

Tónlist:

Helgi Björnsson - Himnasmiðurinn.

Kaleo - Sofðu unga ástin mín.

The Rolling Stones - Mess It Up.

Sugarcubes - Hit.

Echo & The Bunnymen - The killing moon.

Bubbi Morthens - Dansaðu.

Unnsteinn Manuel Stefánsson og Haraldur Ari Stefánsson - Til þín.

Santana & Rob Thomas - Smooth.

Friðrik Dór - Hlið við hlið.

Frumflutt

10. júlí 2024

Aðgengilegt til

10. júlí 2025
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Þættir

,