ok

Morgunútvarpið

13. sept. -Hlaupaheilsa, áfengi í verslanir og símatími.

Vinsæll áhrifavaldur féll í jörðina og lést við endamark maraþons Disneylands um helgina. Það er ekki einsdæmi að fólk missi meðvitund í hlaupum sem þessum og því miður koma svona atvik reglulega upp. Er fólk að ganga alltof nærri sér í síkröfuharðari hlaupaheimi? Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir hjartalæknir og landsliðshlaupari lítur við hjá okkur.

Í vikunni ræddum við við fulltrúa frá Hljóðmörkum, nýjum samtökum gegn óþarfa flugumferð á Reykjavíkurflugvelli. Við ætlum að halda þeirri umræðu áfram og ræða við Njál Trausta Friðbertsson, þingmann og formann félgsins Hjartað í Vatnsmýrinni.

Birna Varðardóttir, doktorsnemi í næringafræði, verður gestur okkar fyrir átta fréttir, en við ætlum að ræða mikla kjötneyslu og fleira sem nú er áberandi á samfélagsmiðlum.

Það hefur vakið talsverða athygli og umtal að Hagkaup, ein rótgrónasta matvöruverslun landsins, hóf að selja áfengi í gær. Það gerir verslunin með netsölu líkt og fleiri verslanir hafa tekið upp síðustu ár. Ekki eru allir á eitt sammála um ágæti þessarar þróunar. Árni Guðmundsson sérfræðingur í æskulýðsmálum og Elías Blöndal Guðjónsson framkvæmdastjóri Sante ræða málið.

Við opnum fyrir símann í lok þáttar.

Tónlist:

MOSES HIGHTOWER, PRINS PÓLÓ - Maðkur í mysunni.

Davis, Spencer Group - Keep on running.

Vampire Weekend - Oxford Comma.

Blondie - Atomic.

Una Torfadóttir - Þú ert stormur (Pride lagið 2023).

BSÍ - Vesturbæjar beach.

Mammaðín - Frekjukast.

Hozier - Too Sweet.

Frumflutt

13. sept. 2024

Aðgengilegt til

13. sept. 2025
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.

Þættir

,