Morgunútvarpið

19. des - Samkeppni, jól og bresk stjórnmál

Við heyrum í Einari Bjarnasyni rekstrarstjóra skíðasvæðisins í Bláfjöllum og tökum stöðuna.

Í vikunni hefur talsvert verið fjallað um væntanlega hækkun á verði hinna ýmsu neytendavara. Hvenær hættir eitthvað vera hækkanastemmning og fer verða samráð? Páll Gunnar Pálsson forstjóri Samkeppniseftirlitsins kemur til okkar.

Heiðar Ingi Svansson, formaður Félags íslenskra bókaútgefenda, ræðir við okkur um jólabókaflóðið og bókamarkaðinn þetta árið.

Bragi Valdimar Skúlason, formaður Félags tónskálda og textahöfunda, verður gestur okkar eftir átta fréttir þegar við ræðum jólalög.

RÚV býður landsmönnum velja orð ársins og er hægt kjósa á milli tilnefndra orða á vefnum. Við ræðum orðin og árið við Önnu Sigríði Þráinsdóttur, málfarsráðunaut Ríkisútvarpsins.

Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, verður gestur okkar í lok þáttar þegar við ræðum bresk stjórnmál, og sérstaklega vinsældir Nigels Farage og flokks hans Reform UK. Bandaríski milljarðamæringurinn Elon Musk, sem starfar með Donald Trump Bandaríkjaforseta, hefur lýst yfir stuðningi við flokkinn og greint hefur verið frá því í fjölmiðlum hann íhugi styðja Farage um allt 14 milljarða króna.

Frumflutt

19. des. 2024

Aðgengilegt til

19. des. 2025
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Þættir

,