Morgunútvarpið

Vísindamenn í Surtsey, buggy-bíla- og fjórhjólaferð um hálendið, heimildamyndahátíð á Akranesi, bágar aðstæður hjólabúa á Sævarhöfða og fréttir vikunnar

Sjö manna hópur vísindamanna var við árlegar rannsóknir í Surtsey í vikunni, á vegum Náttúrufræðistofnunar. Linda Blöndal fréttamaður tók viðtal við Olgu Kolbrúnu Vilmundardóttur, landfræðing og leiðangursstjóra vísindamannanna. Hún sagði frá því hverju rannsakendur komust að; til dæmis hafa orðið breytingar á plöntulífi og eyjan sjálf tekur breytingum í áranna rás.

Við ræddum í síðustu viku við Guðberg Reynisson sem fer fyrir fjórtán manna hópi sem lagði af stað á buggy bílum og fjórhjólum í ferð um Ísland þar sem markmiðið var sækja syðsta, nyrsta, austasta og vestasta tanga landsins heim. Mikið hefur gengið á hjá hópnum síðan og upp hafa komið bilanir og fleira. Við tókum stöðuna hjá þessum hressa hópi Suðurnesjafólks og heyrðum í Guðbergi.

Alþjóðlega kvikmyndahátíðin Icedocs fer fram á Akranesi í fimmta sinn. Þar eru sýndar heimildamyndir frá hinum ýmsu löndum og fjölbreytt dagskrá fram á sunnudag. Ingibjörg Halldórsdóttir, listrænn stjórnandi hátíðarinnar og einn af stofnendum hennar var á línunni hjá okkur.

Þær Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins í Reykjavík, og Geirdís Hanna Kristjánsdóttir, varaborgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, komu til okkar og ræddu bágar aðstæður hjólabúa á Sævarhöfða í Reykjavík; fólks sem býr í hjólhýsum og húsbílum. Hópurinn var áður í Laugardal en gert flytja sig á iðnaðarplan á Sævarhöfða fyrir um ári síðan, sem átti vera til bráðabirgða. Kolbrún sagði fólkinu væri gert búa á sorphaug við núverandi aðstæður. Geirdís Hanna býr þarna sjálf og lýsti takmörkuðu aðgengi vatni og annarri aðstöðu, öryggisleysi sem íbúar búa við og aðgerðaleysi borgarinnar í málinu.

Þau Ásgeir Kolbeinsson athafnamaður og Margrét Valdimarsdóttir, doktor í afbrotafræði, mættu til okkar og fóru yfir fréttir vikunnar.

Lagalisti:

Helgi Björnsson - Himnasmiðurinn

Bill Withers - Ain't no sunshine

Axel Flóvent - When the Sun Goes Down

Daryl Hall and John Oates - You make my dreams

Zach Bryan - Pink Skies

Björg - Tímabært

Frumflutt

19. júlí 2024

Aðgengilegt til

19. júlí 2025
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

,