Morgunútvarpið

30. des. -Snjómokstur, gamlárskvöld, uppgjör og annáll.

Við heyrum í Hjalta Jóhannesi Guðmundssyni sem er skrifstofustjóri skrifstofu reksturs og umhirðu hjá borginni um snjómokstur og áramótabrennur.

Þorsteinn Jóhannsson loftgæðasérfræðingur hjá umhverfisstofnun ræðir við okkur um gamlárskvöldið og hvað er í vændum.

Valur Gunnarsson, sagnfræðingur og rithöfundur, ræðir við okkur um stöðuna í Evrópu á átaka- og umbreytingatímum og lítur inn í næsta ár.

Ásgeir Brynjar Torfason, doktor í fjármálum og ritstjóri Vísbendingar, gerir upp árið í fjármálatengdum fréttum - þar sem mikið var um stórtíðindi á árinu og ljóst næsta ár verður sömuleiðis tíðindamikið.

Ólafur Þ. Harðarson, prófessor emeritus í stjórnmálafræði, verður gestur okkar eftir fréttayfirlitið hálf átta þegar við ræðum stöðuna í stjórnmálunum og árið sem er líða.

Ólöf Ragnarsdóttir og Alma Ómarsdóttir halda utan um fréttaannál ársins 2024 -þær mæta í lok þáttar.

Frumflutt

30. des. 2024

Aðgengilegt til

30. des. 2025
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Þættir

,