Óðinn Svan Óðinsson, íþróttafréttamaður, verður á línunni frá París í upphafi þáttar þar sem Ólympíumót fatlaðra er nú í fullum gangi.
Verð á matvöru lækkaði í fyrsta sinn í þrjú ár hér á landi í síðasta mánuði. Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,09% á milli mánaða í ágúst, samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofu Ísland og ársverðbólga lækkaði því úr 6,3% í 6,0%. Getur ein matvöruverslun haft svo mikil áhrif á stöðuna á okkar litla landi? Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur Íslandsdbanka kemur til okkar í spjall um málið.
Einn þekktasti rithöfundur heims, Salman Rushdie, er væntanlegur til landsins í næsta mánuði til að veita Alþjóðlegu bókmenntaverðlaunum Halldórs Laxness viðtöku. Í rökstuðningi nefndarinnar kemur fram að Rushdie hafi orðið táknmynd hugrekkis og óbeygjanlegs vilja eftir að hafa haldið áfram að skrifa bækur þrátt fyrir dauðadóm af hendi klerkastjórnarinnar í Íran og banatilræði á sviði fyrir tveimur árum. Við ræðum við Halldór Guðmundsson, rithöfund og útgefanda, sem gaf út bók hans Söngva Satans á íslensku á sínum tíma og tekur mun nú leiða samræður við Rushdie eftir afhendingu verðlaunanna.
Við höldum síðan áfram að ræða stöðu stjórnmálaflokkanna, skoðanakannanir og þingveturinn framundan þegar Gunnar Smári Egilsson, sem situr í framkvæmdastjórn Sósíalistaflokksins, og Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, setjast hjá okkur.
Við förum yfir vikuna í fréttum með fjölmiðlafólkinu Andreu Sigurðardóttur og Sigmundi Erni Rúnarssyni.