Morgunútvarpið

14. nóv - Stjórnmál, skriður og fæðingartíðni

Við tökum stöðuna fyrir vestan og hringjum í Jón Pál Hreinsson bæjarstjóra Bolungarvíkur.

Við ætlum rýna í hvaða fólk það er sem Trump verðandi Bandaríkjaforseti hefur raðað í lykilhlutverk umhverfis sig. Friðjón Friðjónsson kemur til okkar.

Sunna Símonardóttir, aðjúnkt í félagsfræði við Háskóla Íslands, verður gestur okkar eftir átta fréttir en hún heldur í dag erindi þar sem spurt er hvort barneignir séu verða forréttindi sumra.

Þórður Snær Júlíusson, frambjóðandi Samfylkingarinnar fyrir komandi kosningar, hefur beðist afsökunar á skrifum sínum á bloggsíðu fyrir um tuttugu árum. Þar skrifaði hann undir dulnefni niðrandi hluti um konur. Við ætlum ræða þetta mál við Henry Alexander Henryson, siðfræðing.

í aðdraganda kosninga hefur nokkuð verið rætt um ríkisútgjöld hafi aukist of mikið. Stefán Ólafsson, prófessor emeritus, skrifaði grein í Morgunblaðið í gær þar sem hann færði rök fyrir því opinber útgjöld á Íslandi séu með minna móti í samanburði við grannþjóðir okkar í Evrópu. Við ræðum þessi mál við hann.

Við ræðum veðrið og skriðurnar fyrir vestan og hvellinn framundan við Einar Sveinbjörnsson veðurfræðing.

Frumflutt

14. nóv. 2024

Aðgengilegt til

14. nóv. 2025
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Þættir

,