Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís, nýrrar lágvöruverðsverslunar sem á að opna um miðjan mánuðinn hefur lýst erfiðu markaðsumhverfi fyrir þá sem koma nýir inn á matvörumarkað hér á landi. Reyndar hefur hún sagt að stærstu matvörukeðjur landsins fái svo mikinn afslátt hjá heildsölum og framleiðendum að það borgi sig jafnvel fyrir hennar fyrirtæki að kaupa vörur í Bónus eða Krónunni, frekar en beint af þeim. Gréta María kom til okkar og ræddi þetta.
Ólympíuleikunum lauk í gær. Við höfum fylgst með íþróttafólki alls staðar að úr heiminum, sem og okkar eigin fólki. Í dag ákváðum við að heyra af upplifun áhorfenda en Silja Úlfarsdóttir gerði sér ferð til Parísar til að fylgjast með fjörinu. Hún var á línunni þaðan.
Það hafa orðið nokkrar vendingar í Úkraínustríðinu að undanförnu og ber þar helst að nefna sókn Úkraínumanna inn í Rússland. Nokkur þúsund úkraínskra hermanna taka þátt í áhlaupi hersins í Kúrsk-héraði í Rússlandi og í gær var greint frá því að Úkraínumenn væru komnir um 30 kílómetra inn í Rússland. Hallgrímur Indriðason, fréttamaður á fréttastofu RÚV, kom til okkar og fór yfir stöðuna í stríðinu.
Svo var það vikulegt íþróttaspjall okkar í lokin. Almarr Ormarsson kíkti við hjá okkur og það var um nóg að tala.
Lagalisti:
Mannakorn - Gamli góði vinur
Rumer - Aretha
Emmsjé Gauti, Björn Jörundur Friðbjörnsson og Fjallabræður - Fullkominn dagur til að kveikja í sér
Róisín Murphy - Let me know
Baggalútur - Allir eru að fara í kántrí
Margrét Rán Magnúsdóttir og Páll Óskar Hjálmtýsson - Gleðivíma
Valdimar Guðmundsson og Memfismafían - Okkar eigin Osló
Lenny Kravitz - I'll Be Waiting
Blondie - Call Me
Benjamin Ingrosso - Look who's laughing now
David Bowie - Golden Years.
Valdís og JóiPé - Þagnir hljóma vel