Morgunútvarpið

Druslugangan, minni með teikningu, menntamál og fasteignamarkaðurinn

Druslugangan verður gengin í tólfta sinn í Reykjavík á laugardaginn. Gengið verður frá Hallgrímskirkju á Austurvöll þar sem samstöðufundur með ræðuhöldum og lifandi tónlistarflutningi fer fram. Gangan fór fram í fyrsta sinn árið 2011 og grunngildi hennar snúast um færa ábyrgð kynferðisglæpa frá þolendum yfir á gerendur. Þær Lísa Margrét Gunnarsdóttir og Margrét Baldursdóttir, meðlimir í skipulagsteymi Druslugöngunnar, komu til okkar.

Við munum miklu betur það sem við teiknum. Það eru minnsta kosti niðurstöður nýrrar rannsóknar eftir Dr. Unni Guðrúnu Óttarsdóttur listmeðferðarfræðing. Hún segir eftir því sem best vitað þetta í fyrsta sinn sem svona rannsókn á minni með teikningu og skrifuðum orðum framkvæmd. Unnur Guðrún kom til okkar og sagði okkur frá þessari athyglisverðu rannsókn.

Menntamál hafa verið til umræðu undanfarið. Mennta- og barnamálaráðuneytið kynnti áform um veita ráðherra heimild til leggja niður samræmd könnunarpróf til frambúðar. Nýtt námsmat, svokallaður matsferill, á leysa samræmdu prófin af hólmi en uppi eru efasemdir um það kerfi verið tilbúið nægilega fljótt. Áformin hafa verið gagnrýnd úr ýmsum áttum, og talað um taka ætti samræmdu prófin upp nýju. Svo hafa aðrir verið ósammála því, eins og formaður Kennarasambandsins og fleiri. Til ræða þessi mál kom til okkar Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra.

Hvernig er fasteignamarkaðurinn á höfuðborgarsvæðinu þessa dagana? Er júlí alveg steindauður þegar kemur sölu? Þá hafa verið fréttir af því sölur taki lengri tíma en áður og mikið um sölukeðjur slitni vegna þess fólk kemst ekki í gegnum greiðslumat. Er það eitthvað meira núna en áður? Páll Heiðar Pálsson fasteignasali ræddi við okkur um markaðinn og hvernig hann metur stöðuna inn í haustið.

Lagalisti:

Eyþór Ingi Gunnlaugsson - Hugarórar

Coldplay- Clocks

David Kushner - Daylight

Todmobile - Ég Heyri Raddir

Suede - Beautiful ones

Benjamin Ingrosso - Look who's laughing now

Jessie J & B.O.B. - Price tag

Luke Combs - Fast Car

Frumflutt

25. júlí 2024

Aðgengilegt til

25. júlí 2025
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Þættir

,