Sextán manna hópur leggur af stað á buggy bílum og fjórhjólum í dag í ferð um Ísland þar sem markmiðið er að sækja syðsta, nyrsta, austasta og vestasta tanga landsins heim. Ferðin tekur 10 daga. Hópurinn samanstendur af félagsmönnum í Melrökkum sem er deild innan Akstursíþróttafélags Suðurnesja. Guðbergur Reynisson er einn Melrakka og hann sagði okkur meira.
Notkun dróna síðustu mánuði í og við Grindavík og Svartsengi hefur gjörbylt upplýsingasöfnun vegna eldgosa og hraunflæðis á svæðinu. Hjördís Guðmundsdóttir sagði okkur betur frá því.
Fimmtudagskvöldgöngur á Þingvöllum hafa verið lengi í gangi sem menningarviðburður en í ár eru þær sérstaklega tengdar 80 ára lýðveldisafmælinu. Í kvöld er það Nichole Leigh Mosty, forstöðumaður Fjölmenningarseturs, sem leiðir gönguna og ætlar hún að fjalla um hvernig eyþjóðin Ísland hefur farið úr því að vera tiltölulega einsleitt samfélag frá landnámi yfir í lýðræðislegt fjölmenningarsamfélag í dag. Nichole Leigh kom í morgunkaffi.
Kynferðisleg áreitni og ofbeldi á vinnustað tengist ýmsum heilsuvandamálum á meðal kvenna á Íslandi, eins og þunglyndi, kvíða, sjálfsskaða, lotudrykkju og svefnvanda. Þetta sýna niðurstöður úr hinni viðamiklu rannsókn Áfallasaga kvenna sem voru nýlega birtar í alþjóðlega vísindatímaritinu The Lancet Public Health. Svava Dögg Jónsdóttir, doktorsnemi við HÍ, er fyrsti höfundur greinarinnar og kíkir til okkar.
Í Vatnsmýrinni, á planinu fyrir framan Háskóla Íslands, er nú risið sirkustjald. Alda Brynja Birgisdóttir hjá Sirkus Íslands ætlar að segja okkur hvað verði um að vera í tjaldinu um helgina.
Lagalisti:
Laufey - California and Me
CMAT - Aw, Shoot!
Jungle - Back On 74
Marína Ósk - But me
Emmsjé Gauti - Taka mig í gegn
Jói P X Pally - Face
The Beatles - Now and Then
Nina Simone - My Baby Just Cares For Me
Beyoncé - Texas Hold 'Em