Morgunútvarpið

Á fjórhjólum um landið, drónar á gosstöðvunum, kvöldganga um Þingvelli, rannsókn um áfallasögu kvenna og sirkus.

Sextán manna hópur leggur af stað á buggy bílum og fjórhjólum í dag í ferð um Ísland þar sem markmiðið er sækja syðsta, nyrsta, austasta og vestasta tanga landsins heim. Ferðin tekur 10 daga. Hópurinn samanstendur af félagsmönnum í Melrökkum sem er deild innan Akstursíþróttafélags Suðurnesja. Guðbergur Reynisson er einn Melrakka og hann sagði okkur meira.

Notkun dróna síðustu mánuði í og við Grindavík og Svartsengi hefur gjörbylt upplýsingasöfnun vegna eldgosa og hraunflæðis á svæðinu. Hjördís Guðmundsdóttir sagði okkur betur frá því.

Fimmtudagskvöldgöngur á Þingvöllum hafa verið lengi í gangi sem menningarviðburður en í ár eru þær sérstaklega tengdar 80 ára lýðveldisafmælinu. Í kvöld er það Nichole Leigh Mosty, forstöðumaður Fjölmenningarseturs, sem leiðir gönguna og ætlar hún fjalla um hvernig eyþjóðin Ísland hefur farið úr því vera tiltölulega einsleitt samfélag frá landnámi yfir í lýðræðislegt fjölmenningarsamfélag í dag. Nichole Leigh kom í morgunkaffi.

Kynferðisleg áreitni og ofbeldi á vinnustað tengist ýmsum heilsuvandamálum á meðal kvenna á Íslandi, eins og þunglyndi, kvíða, sjálfsskaða, lotudrykkju og svefnvanda. Þetta sýna niðurstöður úr hinni viðamiklu rannsókn Áfallasaga kvenna sem voru nýlega birtar í alþjóðlega vísindatímaritinu The Lancet Public Health. Svava Dögg Jónsdóttir, doktorsnemi við HÍ, er fyrsti höfundur greinarinnar og kíkir til okkar.

Í Vatnsmýrinni, á planinu fyrir framan Háskóla Íslands, er risið sirkustjald. Alda Brynja Birgisdóttir hjá Sirkus Íslands ætlar segja okkur hvað verði um vera í tjaldinu um helgina.

Lagalisti:

Laufey - California and Me

CMAT - Aw, Shoot!

Jungle - Back On 74

Marína Ósk - But me

Emmsjé Gauti - Taka mig í gegn

Jói P X Pally - Face

The Beatles - Now and Then

Nina Simone - My Baby Just Cares For Me

Beyoncé - Texas Hold 'Em

Frumflutt

11. júlí 2024

Aðgengilegt til

11. júlí 2025
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Þættir

,