Síðdegisútvarpið

4. ágúst

Felix Bergsson og Júlía Margrét Einarsdóttir eru í verslunarmannahelgarstuði hvort sem það er uppá palli, inní tjaldi eða bara í sumarbústað.

Við verðum með puttann á púlsinum og heyrum í dag í okkar konum sem eru á ferð og flugi á landsbyggðinni. Hrafnhildur Halldórsdóttir er á leið í Kerlingarfjöll og kom við á Laugarvatni á leiðinni. Við fáum kveðju þaðan. Og svo er Steiney Skúladóttir undirbúa Hljóðveg 1 sem verður á morgun sendur út frá Neskaupsstað. Hún er stödd á Fáskrúðsfirði og verður á línunni úr blíðunni.

Bjarni Ólafur Guðmundsson verður kynnir á Þjóðhátíð í ár en hátíðin hefur vaxið ótrúlega og er einhver stærsta tónlistarhátíð landsins. Bjarni Ólafur eða Daddi eins og alþjóð þekkir hann verður á línunni og við heyrum af stemmningunni í Eyjum og því sem stendur til næstu daga.

Áhrifavaldurinn og matarstílistinn Linda Benediktsdóttir, eða Linda Ben, er útilegusjúk og nýtir hvert tækifæri til pakka saman og fara á flakk með fjölskylduna og húsbílinn. Hún og eiginmaðurinn eru núna stödd í Varmalandi í Borgarfirði með börnum sínum tveimur og nokkrum vinum. Það getur verið vandasamt verk pakka niður fyrir langt ferðalag og finna nesti, dvalarstað og afþreygingu við allra hæfi. Hún ætlar vera á línunni og gefa okkur góð ráð fyrir ferðalagið.

En við hefjum þáttinn með Samgöngustofu. Á línunni er Einar Magnús Magnússon sérfræðingur í öryggis og fræðsludeild sem ætlar standa umferðarvaktina alla Verslunarmannahelgina.

Frumflutt

4. ágúst 2023

Aðgengilegt til

3. ágúst 2024
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þættir

,