Síðdegisútvarpið

27. júlí

Umsjón: Hulda G. Geirsdóttir og Kristján Freyr Halldórsson.

Söngvarinn Jim Morrison hefði orðið 80 ára í ár hefði hann lifað og af því tilefni ætla Nordic Live Events standa fyrir heiðurstónleikum og sögustund í haust þar sem Björgvin Franz Gíslason bregður sér í hlutverk Morrison, ásamt hljómsveit, og Vera Illugadóttir verður sögumaður. Björgvin Franz kom til okkar og sagði okkur meira af þessu ævintýri sem á sér nokkra forsögu.

Vikan fyrir verslunarmannahelgi er jafnaði ein annasamasta vika ársins í Vínbúðum landsins og því miður virðist tilhneigingin vera hjá allt of mörgum heimsækja verslanirnar rétt fyrir lokun á föstudeginum. Starfsfólk Vínbúðanna hvetur viðskiptavini sína sýna forsjálni í vikunni og við hringdum í Sigrúnu Ósk Sigurðardóttur, aðstoðarforstjóra ÁTVR til góð ráð gegn örtöðinni.

Við kíktum á Meme vikunnar með Atla Fannari Bjarkasyni sem jafnan tekst grafa upp alls kyns skrítið og skemmtilegt efni af internetinu góða.

Í Mosfellsdalnum finna hinar skemmtilegu sumarbúðir Reykjadal en þar hafa börn og ungmenni með fötlun á aldrinum 8-21 árs notið sín síðustu árin. Um 250 einstaklingar heimsækja búðirnar árlega þar sem gleði, jákvæðni og ævintýri eru ávallt í forgrunni. Tónlistarmaðurinn Emmsjé Gauti sagði frá því á samfélagsmiðlum í gær hann hafi mætt og skemmt krökkunum í Reykjadal í nokkur ár og benti á hljóðkerfi þar væri í lamasessi. Gauti fór því af stað með smá söfnun og við heyrðum af því hvernig gengur.

Steiney Skúladóttir var á ferðinni á Kópaskeri og hitti þar Hildi Óladóttur sem rekur gistiheimilið Mela í elsta húsi plássins.

Fjölmargir hátíðir og skemmtanir eru fram undan um verslunarmannahelgina í næstu viku. Þar á meðal er hin rótgróna hátíð Neistaflug í Neskaupstað. Við heyrðum af þessari skemmtilegu hátíð og frumfluttum jafnframt nýtt Neistaflugs lag sem María Bóel Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri hátíðarinnar tók þátt í semja og flytur. María Bóel var á línunni.

Tónlist:

ÁSDÍS - Angel Eyes.

ROLLING STONES - I Cant Get No Satisfaction.

THE CARDIGANS - Youre the storm.

THE DOORS - Love Street.

GDRN - Parísarhjól.

BIG COUNTRY - Look Away.

SKAKKAMANAGE - None Smoker.

KUSK - Áttir allt.

THE POLICE - Message in a bottle.

EMMSJÉ GAUTI - Þúsund hjörtu.

SINÉAD O CONNOR - Thank you for hearing me.

Frumflutt

27. júlí 2023

Aðgengilegt til

26. júlí 2024
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þættir

,