Morgunútvarpið

27. nóv. -Hæverska, rottur og pólitík

Leit orði ársins er hafin víða um heim. Dictionary.com hefur til mynda valdið orðið demure sem orð ársins. Við förum aðeins yfir þau orð sem hafa þegar verið valin á ensku með Önnu Sigríði Þráinsdóttur málfarsráðunauti og hitum upp fyrir valið hér heima.

Í gær var greint frá því Meindýravarnir Reykjavíkur hyggist hætta sinna útköllum vegna músa hjá almenningi en sjá áfram um eyðingu á rottum og minkum. Við ætlum ræða stöðu þessara mála við Ólaf Inga Heiðarsson, teymisstjóra hjá dýraþjónustu borgarinnar.

Hafsteinn Einarsson, nýdoktor í stjórnmálafræði, ræðir við okkur um gæði skoðanakannana og stöðu flokkana í þeim.

Lögmennirnir og fyrrum þingmennirnir Sigurður Kári Kristjánsson og Helga Vala Helgadóttir verða gestir okkar eftir átta fréttir þegar við ræðum stöðuna í stjórnmálunum.

Arnaldur Sölvi Kristjánsson ræðir við okkur um efnahagsmál í aðdraganda kosninga, lafferkúrfuna sem Ólafur Þ. Harðarson, prófessor emeritus, gagnrýndi í þætti okkar í gær og hugmyndina um vinstri velferð og hægri hagstjórn.

Sjaldan höfum við haldið jafn rækilega niður í okkur andanum yfir mögulegum áhrifum veðurs á lýðræðið. Mikil óvissa var sögð í gær um hve illa lægð helgarinnar myndi skella á landinu. Við ræðum við Björn Sævar Einarsson veðurfræðing og fáum vita hvort málin séu skýrast.

Frumflutt

27. nóv. 2024

Aðgengilegt til

27. nóv. 2025
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Þættir

,