Morgunútvarpið

2. september

Þýski hægriflokkurinn Alternative für Deutschland er stærsti flokkurinn í sambandsríkinu Thüringen, eftir kosningar sem þar voru haldnar í gær, og í Saxlandi er flokkurinn næst stærstur. Þetta eru töluverð tíðindi og fyrstu kosningarnar í sambandsríki þar sem AfD er stærsti flokkurinn. Við ræðum við Eirík Ásþór Ragnarsson, hagfræðing sem búsettur er í Þýskalandi, um niðurstöður kosninganna og stöðuna þar í landi.

Á föstudaginn síðasta ræddum við við Halldór Guðmundsson, rithöfund og útgefanda, um komu Salmans Rushdie hingað til lands en bæði Rushdie og Halldór hlutu dauðadóm af hendi klerkastjórnarinnar í Íran vegna bókarinnar Söngvar Satans. Við ætlum ræða þessa dauðadóma, svokallað fatwa, sögu þeirra og áhrif í Íran við Kjartan Orra Þórsson, sérfræðing í málefnum Írans.

Íþróttir - Óðinn Svan

Foreldra- og uppeldisfræðingarnir Helena Rut Sigurðardóttir og Rakel Guðbjörnsdóttir verða hjá okkur eftir átta fréttir. Við ætlum ræða hnífa- og vopnaburð ungmenna, líðan þeirra og hvað þurfi gera til hjálpa bæði börnum og foreldrum í erfiðri stöðu.

Ólafur Þ. Harðarson, prófessor emeritus í stjórnmálafræði, verður hjá okkur eftir fréttayfirlitið hálf átta þegar við ætlum ræða stöðu Sjálfstæðisflokksins sem hélt flokksráðsfund um helgina.

Eflaust hefur fólk tekið eftir aukningu í veðmálaauglýsingum víða. Sigurður Kjartansson, lögfræðingur með sérhæfingu í íþróttarétti hefur áhyggjur af þróun mála og lítur við hjá okkur í spjall um málið.

Frumflutt

2. sept. 2024

Aðgengilegt til

2. sept. 2025
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Þættir

,