Morgunútvarpið

Bræðslan, trén í Öskjuhlíð, streita í sumarfríinu, samræmd próf og Vísindahornið

Tónlistarhátíðin Bræðslan fer fram um næstu helgi á Borgarfirði Eystra. Við hringdum austur og spjölluðum við Áskel Heiðar Ásgeirsson einn skipuleggjanda um hátíðina og líka útvarpsþættina sem hann er með á Rás2 þessar vikunnar. Þeir heita Útihátíð og fjalla um... úti- og bæjarhátíðir.

Isavia og Reykjavíkurborg eru ósammála um hversu mörg tré þurfi fella í Öskjuhlíð til bæta flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli. Samgöngustofa hefur gefið Isavia frest til 2. september til lækka trjágróður. Síðasta sumar krafðist Isavia þess Reykjavíkurborg myndi fella 2.900 tré í Öskjuhlíð. Ástæðan fyrir því var trén, sem eru með þeim elstu og hæstu á svæðinu, voru farin ógna flugöryggi við Reykjavíkurflugvöll. Njáll Trausti Friðbertsson, alþingismaður og flugumferðastjóri, hefur haft áhyggjur af stöðunni og vill umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, þar sem hann á sæti, fjalli um málið. Njáll Trausti var á línunni hjá okkur.

eru sumarfrí á Íslandi í hámarki og oft erfitt í fólk vegna þessa. Sumir kunna njóta og vera í fríi en aðrir taka vinnuna með sér í fríið. Bára Einarsdóttir, sem vinnur með streitustjórnun, veltir fyrir sér hvort vinnan streituvaldur í sumarfríinu hjá mörgum. Bára kom til okkar og fór yfir nokkur góð ráð til stýra því hve mikil áhrif vinnan hefur á fríið.

Samræmd próf í grunnskólum skutu upp kollinum í umræðunni á dögunum. Viðskiptaráð Íslands skrifaði umsögn um áform stjórnvalda um endanlegt afnám samræmdra prófa í íslenskum grunnskólum og sagðist þar telja taka ætti upp samræmdu prófin nýju. Jafnræðis ekki gætt við einkunnagjöf í skólum landsins. Formaður Kennarasambands Íslands er ósammála umsögninni og segir engan vilja til hverfa aftur til tíma samræmdra prófa, sem liðinn. Rúnar Sigþórsson, prófessor emeritus í menntunarfræði, sem starfaði áður við Háskólann á Akureyri, ræddi þessi mál við okkur í þættinum.

Og við fengum skemmtilegan fróðleik úr heimi vísindanna í lok þáttar þegar Sævar Helgi Bragason mætti til okkar í Vísindahornið.

Lagalisti:

Baggalútur - Allir eru fara í kántrí

Amy Winehouse - Love is a losing game

Dodgy - Good Enough

Jóipé og Króli ásamt Ussel - Í Fullri Hreinskilni

Á móti sól - Okkur líður samt vel

Eminem - Houdini

Helgi Björnsson - Ég fer á Land Rover frá Mývatni á Kópasker

Queen - I want to break free

Stjórnin - Í augunum þínum

Frumflutt

23. júlí 2024

Aðgengilegt til

23. júlí 2025
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Þættir

,