Morgunútvarpið

Flugfælni, kosningarnar í Frakklandi, bensínlausar bensínstöðvar, íþróttir og bæjaryfirvöld um Carbfix

Fréttir af flugslysum, flugóhöppum og mikilli ókyrrð í lofti hefur ekki hjálpað flughræddum. Við spjölluðum við Katrínu Mjöll Halldórsdóttur sálfræðing um óttann og hvernig við tökumst sem best á við hann.

Þingkosningarnar í Frakklandi fengu nokkuð óvæntan endi í gær. Þrátt fyrir fyrri umferð kosninga og kosningaspár hafi reiknað með sigri Þjóðfylkingarinnar vann Nýja Alþýðufylkingin mun stærri sigur en búist var við. Hvað segja Frakkar um málið í morgunsárið? Við ræddum niðurstöður kosninganna og frönsku þjóðarsálina við Laufeyju Helgadóttur listfræðing, leiðsögumann og Parísarbúa til áratuga.

Nýr aðili í þjónustu við þjóðveginn er fara opna sína fyrstu þjónustumiðstöð bráðlega á Suðurlandi en í bígerð er þessar miðstöðvar verði víðs vegar hringinn í kringum landið. Þarna verður boðið uppá hleðslu fyrir rafbíla, veitingar og salerni svo eitthvað nefnt. Lögð verður áhersla á snjallþjónustu. Sveinn Waage sagði okkur meira um málið.

Gunnar Birgisson fór yfir íþróttirnar.

Við höldum áfram umfjöllun okkar um Coda terminal verkefni Carbfix í Hafnarfirði sem hefur valdið óánægju bæjarbúa, aðallega vegna staðsetningar og væntanlega hafnarframkvæmd. Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri í Hafnarfirði, var gestur okkur í lok þáttar.

Tónlist:

Jónas Sig - Milda hjartað.

Paul Simon - Me And Julio Down By The Schoolyard.

No Doubt - Don't Speak.

Dúkkulísur - Svarthvíta hetjan mín.

Dina Ögon - Mormor.

Júníus Meyvant- Hailslide.

Jóhanna Guðrún Jónsdóttir - Töfrar.

Sting - If I ever lose my faith in you.

Frumflutt

8. júlí 2024

Aðgengilegt til

8. júlí 2025
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.

Þættir

,