Morgunútvarpið

Fósturfjölskyldur AFS, Bretar kjósa, Carbfix, neytendamál ferðalanga og ný nálgun í atvinnuleit.

AFS óska eftir fósturfjölskyldum fyrirskiptinema hér á landi um þessar mundir. Hvers vegna ætti maður sækjast í það? Ingunn Ólafsdóttir framkvæmdastjóri AFS ræddi málið við okkur.

Bretar ganga kjörborðinu í dag. Þar með líkur snarpri kosningabaráttu sem Rishi Sunak boðaði til í maí, öllum óvörum. Strax frá upphafi hefur því verið spáð Íhaldsflokkurinn bíði afhroð og Verkamannaflokkurinn komist til valda í fyrsta sinn síðan 2010. Við förum yfir stöðuna með Eiríki Bergmann prófessor í stjórnmálafræði.

Ólga er meðal íbúa í Hafnarfirði vegna samkomulags Coda terminal, dótturfélags Carbfix, og bæjarstjórnar um koma upp borteigum í hrauninu steinsnar frá Völlunum í Hafnarfirði. Íbúar segja í tengdum facebook hóp það vanti meiri reynslu á verkefnið og óvissuþættir séu um áhrif á umhverfið. Ekki verið mótmæla verkefninu sem slíku heldur staðsetningunni. Við fengum til okkar Ólaf Elínarson, sem leiðir samskiptamál hjá Carbfix.

Við erum líklegast sjaldan jafn óörugg um réttindi okkar og þegar við erum á ferðalögum. Við ræddum neytendamál fólks á ferð og flugi við Ívar Halldórsson stjórnanda evrópsku Neytendaaðstoðarinnar og lögfræðing Neytendasamtakanna.

Við kynntum okkur sprotafyrirtæki sem sett var á laggirnar árið 2022 með það markmiði uppræta hlutdrægni við öflun og ráðningar starfsfólks. Helga Jóhanna Oddsdóttir er einn af frumkvöðlunum á bakvið Opus Futura og kíkti til okkar.

Tónlist:

Jóhanna Guðrún Jónsdóttir Söngkona - Töfrar.

Violent femmes - Blister in the sun.

Carpenter, Sabrina - Please Please Please.

Sophie Ellis Bextor - Murder On The Dancefloor.

Arnór Dan - Stone By Stone.

10CC - Good morning judge.

Frumflutt

4. júlí 2024

Aðgengilegt til

4. júlí 2025
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Þættir

,