Árni Magnússon forstjóri Íslenskra orkurannsókna sagði okkur af leit að heitu vatni víða um land, en hún hefur borið góðan árangur t.d. á Miðnesheiði og í Tungudal í Vestfjörðum.
Bergið Headspace og Knattspyrnusamband Íslands hafa tekið höndum saman og setja í gang verkefnið Tæklum tilfinningar með haustinu þar sem leikmönnum í 2. flokki karla og kvenna býðst geðfræðsla frá Berginu, en Bergið er ráðgjafa- og stuðningssetur fyrir ungt fólk að 25 ára aldri. Sigurþóra Bergsdóttir, framkvæmdastjóri Bergsins, sagði okkur af þessu.
Reykjavíkurborg auglýsir nú eftir aðilum til að taka þátt í Menningarnótt í ár sem fram fer þann 24. ágúst. Hátíðarsvæðið nær yfir miðborgina og að Lönguhlíð í Austurbænum, að Hagatorgi í Vesturbænum og teygir sig út á Granda. Björg Jónsdóttir er verkefnastjóri yfir Menningarnótt í ár og hún fór yfir málið með okkur.
Sylvía Briem Friðjónsdóttir hefur safnað tæplega 12 þúsund undirskriftum á netinu til að krefjast þess að íslensk stjórnvöld setji börn í forgang og að barnafjölskyldum sé mætt til að sporna gegn fjárhagslegu og andlegu þroti foreldra. Sylvía var á línunni.
Tónlist:
Lón - Hours.
Teddy Swims - The Door.
Everything but the girl - Missing (Todd Terry Club Remix).
Magnús Þór Sigmundsson - Ísland er land þitt.
Robbie Williams - Millennium.
Dua Lipa - Be the one.
Trúbrot - Ég Veit Að Þú Kemur.
Peter Gabriel - Big Time.
Rósín Murphy - Murphy's Law.
Marína Ósk - But me.