Morgunútvarpið

14.05.2024

Íslenski tölvuleikurinn Starborne Frontiers frá Solid Clouds hefur verið tilnefndur til Norrænu tölvuleikjaverðlaunanna sem besti tölvuleikur fyrir snjalltæki á árinu 2024. Fleiri hundruð leikir voru tilnefndir og fimm sem komust í úrslit, þar á meðal Starborne Frontiers. Stefán Gunnarsson, forstjóri Solid Clouds, ætlar segja okkur af leiknum, fyrirtækinu sínu og verðlaununum.

Vestmannaeyjabær og HS Veitur hafa ákveðið vinna sameiginlega því tryggja uppbyggingu nauðsynlegra innviða til auka afhendingaröryggi vatns til framtíðar. Eins og kunnugt er skemmdist neðansjávarlögnin sem flytur vatn til Eyja þegar akkeri Hugins VE 55 fór í lögnina í innsiglingunni í Friðarhöfn. Á meðan á leggja til hliðar ágreining um lagaleg atriði er lúta núverandi framkvæmd og skyldum. Íris Róbertsdóttir bæjarstýra í Eyjum verður á línunni

Í fyrri kvikuhlaupum og eldgosum á Reykjanesskaganum hafa um 8 til 13 milljónir rúmmetra bæst við í kvikuhólfið undir Svartsengi milli atburða áður en kvikan hleypur úr kvikuhólfinu yfir í Sundhnúksgígaröðina. er magn kviku sem bæst hefur við frá 16. mars komið upp fyrir efri mörkin. Hvað nú? Benedikt G. Ófeigsson ræðir við okkur um stöðuna á Reykjanesinu.

Forsíða Neytendablaðisins er skreytt litskrúðugum bollakökum sem myndi sæma vel í hvaða barnaafmæli sem er. Nema hvað forsíðan vísar á grein um skaðsemi litarefna í matvælum og áhrif þeirra á ofvirkni barna. Vísindin eru ekki en þó enn umdeild. Hvað er vitað um þessi mál? Þórhallur Ingi Halldórsson prófessor við matvæla og næringarfræðideild spjallar við okkur um það.

Heitar umræður hafa skapast í samfélaginu um réttmæti þess fólk temji sér beita tungumálinu á kynhlutlausan hátt. Skoðanapistlarnir fljúga inn hver á fætur öðrum um það hvort munnvatn spýtist um of milli tannanna á fólki við tala um fólk frekar en menn, hvort mannkyn og mennska heyri brátt sögunni til og hvort við séum hreinlega öll orðin kolrugluð. Eiríkur Rögnvaldsson prófessor emeritus hefur skoðað málið í sögulegu samhengi og lítur við hjá okkur.

Og í lok þáttar þá ætlum við tala um norðurljósaveisluna um helgina og hvernig segulstormar trufla gps gervitungl þegar Sævar Helgi Bragason kemur til okkar.

Tónlist:

Mannakorn - Ef Þú Ert Mér Hjá.

Björg - Timabært.

Sting, Clapton, Eric - It' s probably me.

Nýdönsk - Horfðu Til Himins.

Una Torfadóttir - Þú ert stormur (Pride lagið 2023).

Sister Sledge - He's the greatest dancer.

Frumflutt

14. maí 2024

Aðgengilegt til

14. maí 2025
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.

Þættir

,