Ekki er seinna vænna en að fara að huga að námi næsta vetur ef stefnan er tekin á frekara nám. Eins og fram hefur komið í fréttum þá hafa sumir skólar á háskólastigi fellt niður skólagjöld frá og með næstu önn og því ætti að vera auðveldara að finna sér nám við hæfi. Við fengum til okkar Kristínu Valsdóttur, deildarforseta listkennsludeildar Listaháskólans, til að ræða þennan breytta veruleika fyrir nemendur en Kristín ætlar líka að segja okkur af nýrri deild við skólann sem heitir Listir og velferð og býður uppá Meistaranám
Forsvarsmenn Isavia, sem rekur Keflavíkurflugvöll, eru bjartsýnir fyrir komandi sumri og segja að fram undan sé eitt stærsta sumarið á vellinum. Spár gera ráð fyrir 7,2% aukning farþega á milli ára. Þetta rímar illa við það sem Samtök ferðaþjónustunnar hafa sagt en Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir útlit fyrir að spá um fjölgun ferðamanna á þessu ári muni ekki raungerast. Guðmundur Daði Rúnarsson, framkvæmdastjóri viðskipta og þróunar á Keflavíkurflugvelli, kom til að ræða þessi mál og önnur sem tengjast starfssemi flugvallarins.
Úrskurðarnefnd kosningamála ógilti í gær ákvörðun Landskjörstjórnar að veita Viktori Traustasyni ekki sama frest og öðrum frambjóðendum til embættis forseta Íslands til að safna tilætluðum fjölda undirskrifta. Hvenær er undirskrift gild og hvenær ekki og hvernig eru þessar ákvarðanir teknar? Ástríður Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri Landskjörstjórnar leit við hjá okkur í spjall um málið.
Maurar eru stórkostleg dýr, þau eru félagsverur og byggja maurabú, þar sem allar systurnar hjálpast að við rekstur og að búa til næstu kynslóð. Það sem fólki finnst kannski ekki alveg jafn stórkostlegt er að litlu lífseigu verurnar virðast hafa komið sér vel fyrir hér á landi og eru hvergi á leið héðan í bráð. Við ræddum maura og mauradaginn við Arnar Pálsson prófessor í lífupplýsingafræði og Ragnhildi Guðmundsdóttur sérfræðing hjá náttúruminjasafni íslands.
Íslandsdeild Amnesty International stendur fyrir Rússlandsherferð þar sem athygli er vakin á sífellt þverrandi tjáningarfrelsi í Rússlandi. Það hefur lengi verið takmarkað en staðan hefur hratt versnað eftir innrás Rússa í Úkraínu. Til að vekja athygli á herferðinni stendur Amnesty fyrir sýningu heimildarmyndarinnar Soviet Barbara í BíóParadís á föstudag. Anna Lúðvíksdóttir framkvæmdastjóri Amnesty kom ásamt Guðna Tómassyni sem er framleiðandi myndarinnar.
Lagalisti:
Kaleo - Lonely Cowboy
The Stranglers - Skin Deep
Prince - I wanna be your lover
Kiriyama Family - Disaster
Todmobile - Pöddulagið
David Bowie - Ashes to ashes
Glass Animals - Heat Waves
Stephen Sanchez - High