Morgunútvarpið

Plötubúðadagurinn, skuldastaða landsmanna, skýjafrjóvgun, svissnesku ömmurnar og fréttir vikunnar.

Plötubúðadagurinn, eða Record store day uppá enskuna, er haldinn hátíðlegur víða um heim á morgun. únar fór á stúfana í gær og heimsótti Plötubúðina.is sem er í Trönuhrauni í Hafnarfirði og talaði við Harald Leví Gunnarsson, eiganda.

Við fengum til okkar Ástu Sigrúnu Helgadóttur, umboðsmann skuldara og tókum stöðuna.

Í Dubai hefur allt verið á floti vegna úrhellis sem ekki hefur sést í sama mæli í 75 ár. Hávær umræða hefur skapast á miðlunum X og Tiktok um svokallaðri cloud seeding tækni um kenna. Hvað er cloud seeding og á þessi kenning við rök styðjast? Elín Björk Jónasar veðurfræðingur ræddi málið við okkur.

Hefur svissnesku ömmunum, hópi eldri kvenna frá Sviss sem unnu tímamótasigur fyrir mannréttindadómstóli Evrópu í síðustu viku breytt loftslagsleiknum? Kári Hólmar Ragnarsson lektor við Lagadeild fór ofan í saumana á því með okkur. Dómurinn og áhrif hans verða krufin á málstofu Mannréttindastofnunar í hádeginu í dag.

Við fórum loks yfir fréttir vikunnar með Katrínu Oddsdóttur lögmanni og Grétari Theódórssyni almannatengli.

Tónlist:

BRUNALIÐIÐ - Ég er á leiðinni.

Björgvin Þór Þórarinsson - Lifandi inní mér.

PATRi!K & LUIGI - Skína.

CHRIS REA - The Road To Hell.

THE CRANBERRIES - Dreams.

MAGIC! - Rude.

DAFT PUNK - Lose Yourself To Dance.

Frumflutt

19. apríl 2024

Aðgengilegt til

19. apríl 2025
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.

Þættir

,