• 00:01:04Donald Trump tekinn við
  • 00:16:22Kínverskar netverslanir
  • 00:22:02Ungfrú Ísland í Borgarleikhúsinu

Kastljós

Embættistaka Trump, erlendar netverslanir, Ungfrú Ísland

Donald Trump tók við embætti forseta Bandaríkjanna í annað sinn í gær. Hann beið ekki boðanna heldur undirritaði fjölda forsetatilskipana, meðal annars um veita sakaruppgjöf um 1200 manns sem réðust á þinghúsið fyrir fjórum árum. Þá vekur samkrull hans við auðjöfurinn Elon Musk, og forstjóra stærstu tæknifyrirtækja heims, athygli og spurningar. Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði við HÍ, og Bergur Ebbi Benediktsson rithöfundur, spá í spilin í Kastljósi.

Við höldum áfram umfjöllun okkar um erlendar netverslanir. Eins og fram kom í síðustu viku er tilboð á netverslunum á borð við Temu og Shein oft of góð til vera sönn. Suma neytendur grunar hins vegar vörur í hillum íslenskra verslana séu í mörgum tilfellum þær sömu og hjá netverslununum, nema á uppsprengdu verði. Er það svo? Við könnum málið.

Leikritið Ungfrú Ísland, sem byggir á samnefndri skáldsögu Auða Övu Ólafsdóttur, var frumsýnt í Borgarleikhúsinu um helgina. Kastljós leit á æfingu og ræddi við aðstandendur.

Frumsýnt

21. jan. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

Þættir

,