ok

Kastljós

Janus starfsendurhæfing, vegglistaverk í Vatnsmýri

Við kynnum okkur þjónustu Janusar starfsendurhæfingar, sem verður að óbreyttu lokað í sumar. Janus hefur boðið upp á endurhæfingu og geðmeðferð fyrir ungmenni á aldrinum 18-30 ára. Undanfarin tvö ár hefur starfsemin verið rekin á grundvelli þjónustusamnings við Virk og Sjúkratryggingar Íslands. Ekki virðist vilji til að endurnýja samninginn þegar hann rennur út í sumar. Starfsfólk, notendur og aðstendur þeirra hafa þungar áhyggjur af stöðunni.

Gestir Kastljóss í framhaldinu eru Alma Möller, heilbrigðisráðherra, og Vigdís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Virk, sem segja að notendum Janusar verði tryggð önnur úrræði.

Í lok þáttar ræðum við við listakonu sem ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur heldur gerði risavaxið vegglistaverk í Vatnsmýri á dögunum.

Frumsýnt

24. mars 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

Þættir

,