• 00:00:20Skoðanakannanir í aðdraganda kosninga
  • 00:09:30Hvað segja eldri borgarar um TikTok?
  • 00:14:14IceGuys

Kastljós

Skoðanakannanir, eldri notendur TikTok, IceGuys

Vinsælasta þjóðarsport líðandi stundar er lestur skoðanakannana, sem þó draga upp ólíkar og breytilegar myndir af stöðu mála fyrir kosningar. Eva H. Önnudóttir stjórnmálafræðingur rýnir í tvær kannanir sem birtust í dag á vegum Maskínu og Prósents. Annað þjóðarsport Íslendinga mætti kalla áhorf á Iceguys - eina vinsælustu sjónvarpsseríu síðustu ára. Rætt við leikara þáttanna Söndru Barilli, Jón Jónsson, Árna Þór Árnason, Rúrik Gíslason, Friðrik Dór Jónsson og Aron Can ásamt leikstjórum og handristhöfundum þáttanna Hannes Þór Arason, Allan Sigurðsson og Hannes Þór Halldórsson. Mikið púður hefur farið í TikTok framleiðslu stjórnmálaflokkanna fyrir Alþingiskosningar, Óðinn Svan heimsótti nokkra af eldri notendum samfélagsmiðilsins; Maríu Valgerði Sigtryggsdóttur, Huldu Reykjalín Víkingsdóttur, Rögnu Guðnýju Pedersen, Óli Hjálmar Ólason, Magnús Pálmason og Karl Jónsson Kristjánsson.

Frumsýnt

28. nóv. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson og Viktoría Hermannsdóttir.

Þættir

,