Kastljós

Sameiningarviðræður Háskólans á Akureyri og Háskólans á Bifröst, Færeyski hesturinn og heimsókn á Nýlistasafnið

Fulltrúar háskólaráðs Háskólans á Akureyri og Háskólans á Bifröst hafa hafið formlegar sameiningarviðræður. Ferlið er umdeilt og hefur vakið spurningar á meðal starfsmanna skólanna. Margrét Jónsdóttir Njarðvík, rektor Háskólans á Bifröst og Eyjólfur Guðmundsson, rektor Háskólans á Akureyri ræddu um sameiningarferilið.

Sigurður Kristinsson, prófessor í heimspeki við HA, er einn þeirra sem hefur mótmælt sameiningu kröftuglega og ræddi ástæður þess sameining væri ekki góð hugmynd.

Aðeins 82 hreinræktuð færeysk hross eru eftir í heiminum og 3 folöld fæddust 2023. Hestasamband Færeyja er með verkefni á teikniborðinu þar sem íslenski hesturinn verður nýttur sem eins konar staðgöngumeri fyrir frænkur sínar í Færeyjum.

Við skoðum líka sýninguna, Af hverju er Ísland svona fátækt sem sýnd er í Nýlistasafninu.

Frumsýnt

7. feb. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

Þættir

,