Kastljós

Svandís í formannsframboð, Hrafnhildur Ming, Sýslumaður dauðans

Svandís Svavarsdóttir hefur tilkynnt hún ætlar bjóða sig fram til formanns Vinstri grænna. Formannsins bíða ærin verkefni en fylgið er í lægstu lægðum eftir umdeilt stjórnarsamstarf við Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk. Hvernig ætlar Svandís snúa því við?

Hrafnhildur Ming Þórunnardóttir, íslenskunemi sem er ættleidd frá Kína, hefur orðið fyrir grófum fordómum og áreitni upp á síðkastið. Hún skrifaði pistil um málið á Facebook, sem vakti mikla athygli. Við ræddum Hrafnhildi.

Sýslumaður dauðans heitir glænýtt íslenskt leikverk eftir Birni Jón Sigurðsson sem frumsýnt var í Borgarleikhúsinu. Við hittum leikskáldið og leikarana, þar á meða Pálma Gestsson, sem er snúinn aftur í Borgarleikhúsið eftir langa fjarveru.

Frumsýnt

24. sept. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

Þættir

,