ok

Kastljós

Þrjú ár frá innrás Rússa í Úkraínu og niðurstöður kosninga í Þýskalandi

Þrjú ár eru í dag frá innrás Rússa í Úkraínu og þjóðarleiðtogar í Evrópu fjölmenntu í tilefni þess í Kyiv í morgun. Þar á meðal var Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra. Rætt var við Kristrúni í Kyiv í dag eftir fundinn. Þá rifjum við upp kynnin við Mazur-fjölskylduna sem við í Kastljósi hittum fyrst fyrir ári síðan. Þau flúðu til Íslands þegar stríðið braust út og dvöldust hér á landi í tvö ár. Þau tóku síðan ákvörðun um að snúa aftur til Úkraínu. Guðrún Sóley rifjaði upp kynnin við fjölskylduna á þessum tímamótum.

Kristilegir Demókratar unnu sigur í sögulegum þingkosningum í Þýskalandi í gær og búast má við að leiðtogi flokksins, Friedrich Merz, verði næsti kanslari. Innan Evrópuríkja eru bundnar vonir við að sterk stjórn í Þýskalandi geti verið í lykilhlutverki við að fást við þær áskoranir sem Evrópa stendur nú frammi fyrir. Farið var yfir nýafstaðnar kosningar í Þýskalandi með Ragnari Hjálmarsyni doktor í stjórnarháttum og Halldóri Guðmundssyni rithöfundi, sem báðir þekkja vel til málefna Þýskalands.

Frumsýnt

24. feb. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

Þættir

,