ok

Kastljós

Sendiherra Íslands í Bandaríkjnum, jarðefnaeldsneyti, Innkaupapokinn

Evrópuríki eru í uppnámi eftir ótrúlega uppákomu á fundi Trump Bandaríkjaforseta og Zelensky Úkraínuforseta á föstudag, sem lauk á því að Trump vísaði Zelensky á dyr. Tugir Evrópuleiðtoga hafa fylkt sér á bakvið Zelensky og lýst yfir stuðningi við Úkraínu, þar á meðal íslensk stjórnvöld. Svanhildur Hólm Valsdóttir er sendiherra Íslands í Washington. Við ræddum við hana fyrr í dag.

Kumi Naidoo, fyrrverandi yfirmaður Greenpeace og Amnesty International, og Ólafur Elíasson myndlistarmaður telja að Ísland geti gegnt stóru hlutverki til að fá ríki heims að draga hraðar úr notkun jarðefnaeldsneytis en hingað til. Þeir voru hér á landi um helgina til að fá íslenska ráðamenn til liðs við sig. Kastljós hitti þá við það tækifæri.

Leikhópurinn Kriðpleir setur upp Innkaupapokann í Borgarleikhúsinu, sem er í raun tilraun tilraun til að setja upp leikritið Mundu töfrana eftir Elísabetu Jökulsdóttur, en það er alls óvíst hvort hún takist. Við skyggnumst að tjaldabaki.

Frumsýnt

3. mars 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

Þættir

,